Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 02. apríl 2024 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum því miður í stórum mínus á leikmannamarkaðnum"
HK fagnar sigri á síðasta tímabili.
HK fagnar sigri á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar Eggertsson.
Örvar Eggertsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það eru flest allir með HK í neðsta sæti þegar spáð er í Bestu deildina sem framundan er. Og það er skiljanlegt þegar horft er í leikmannamarkaðinn. HK hefur aðeins fengið tvo leikmenn inn og liðið er ekki sterkara á pappír en það var í fyrra.

„Við eigum hreinlega ekki efni á því að skjóta mikið framhjá á leikmannamarkaðnum, né heldur að fylla hópinn af einhverjum mönnum sem eru ekki byrjunarliðsmenn," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í viðtali við Fótbolta.net í janúar en nokkuð hefur verið fjallað um fjárhagsstöðu HK núna í vetur.

Íþróttafréttamennirnir Andri Már Eggertsson og Ingvi Þór Sæmundsson eru báðir stuðningsmenn HK en þeir ræddu aðeins um stöðuna á liðinu í hlaðvarpi hér á síðunni í síðustu viku.

„Það var ljóst í fyrra - miðað við hvernig síðasta tímabil endaði - að það þyrfti að styrkja liðið. Það er veikara en í fyrra. Við erum því miður í stórum mínus á leikmannamarkaðnum eins og staðan er núna. Maður veit ekki hvort það komi frekari styrkingar korteri í mót. En það er ekki vanþörf á því."

Þeir búast við því að HK skoði lánsmarkaðinn þegar deildin fer af stað.

„Þeir munu örugglega horfa í það þegar mótið er komið af stað hverjir eru í frystiklefanum hjá hinum liðunum," sagði Ingvi.

Á meðal leikmanna sem eru farnir er Örvar Eggertsson, sem var besti leikmaður HK í fyrra.

„Hann gjörsamlega sprakk út. Hann hefur alltaf verið mikill íþróttamaður en allt í einu í fyrra sprakk hann út sem alvöru sóknarvopn," sagði Ingvi. „Það sem Örvar kom með í HK var að hann var sá leikmaður sem önnur lið þurftu að pæla mikið í og þurfti að hafa mikið fyrir. Það skipti gríðarlega miklu máli."
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner