Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Blóðtaka fyrir Börsunga
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Jules Kounde verður ekki með Barcelona næstu vikur vegna meiðsla og missir því af lokasprettinum í La Liga og síðari undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni.

Kounde er 26 ára gamall og ótrúlega mikilvægur í vörn Börsunga en hann meiddist í 3-3 jafntefli liðsins gegn Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Barcelona staðfestir á heimasíðu sinni að Kounde hafi meiðst aftan í læri og fullyrðir Fabrizio Romano að hann verði frá í þrjár vikur.

Það þýðir að hann verður ekki með í síðari undanúrslitaleiknum gegn Inter og missir þá af síðustu leikjunum í La Liga, en þar eru Börsungar í harðri titilbaráttu við Real Madrid.

Barcelona er með fjögurra stiga forystu þegar fimm umferðir eru eftir en allir leikirnir eru spilaðir á næstu þremur vikunum. Hann ætti hins vegar að vera klár fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, það er að segja ef Barcelona tekst að knýja fram sigur gegn Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner