Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FHingar með bókhaldið til sýnis á sunnudaginn
Böddi með stórleik.
Böddi með stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudaginn tekur FH á móti Val klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli. Leikurinn er liður í 5. umferð Bestu deildarinnar.

Til að hita upp fyrir leikinn birtu FHingar skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum þar sem leikurinn var auglýstur og þeir Böðvar Böðvarsson og Tómas Orri Róbertsson, leikmenn liðsins, fóru með stórleik.

Þeir voru að undirbúa Tjaldið í Kaplakrika fyrir gesti og passa upp á það yrði nóg til fyrir alla gesti. Þá var sagt frá því að bókhaldið hjá aðalstjórn FH yrði til sýnis. Allt auðvitað á léttu nótunum. Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að neðan.

„Böddi og Tómas Orri eru búnir að sjá til þess að allt verði eins og best verður á kosið þegar þið mætið á sunnudaginn!"


Athugasemdir
banner
banner