Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 16:20
Brynjar Ingi Erluson
Lið vikunnar í Meistaradeildinni - Einn frá Arsenal
Dembele er auðvitað í liðinu
Dembele er auðvitað í liðinu
Mynd: EPA
Evrópufótboltasambandið, UEFA, hefur tilkynnt lið vikunnar í Meistaradeild Evrópu en Paris Saint-Germain á flesta fulltrúa að þessu sinni.

PSG vann 1-0 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum á þriðjudag og kom sér í góða stöðu í einvíginu.

Ousmane Dembele, sem skoraði sigurmarkið, er í liði vikunnar ásamt Gianluigi Donnarumma, Vitinha og Marquinhos. Arsenal er með einn fulltrúa í hinum 18 ára gamla Myles Lewis-Skelly.

Barcelona er með þrjá fulltrúa eftir að liðið gerði 3-3 jafntefli við Inter í gær.

Lamine Yamal, Raphinha og Pedri eru fulltrúar Börsunga á meðan Inter er með þá Nicolo Barella, Denzel Dumfries og Francesco Acerbi.


Athugasemdir
banner