Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 22:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno: Get slakað á þegar ég dey
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, skoraði tvennu þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Hann hefur komið að 29 mörkum fyrir Man Utd í Evrópudeildinni eftir mörkin í kvöld.

„Ég vissi að ég væri kominn með í kringum 30 en ég vissi ekki nákvæma tölu. Þetta er stór hluti af spilamennskunni minni og ég þarf að taka þessa ábyrgð. Félagið keypti mig því ég skoraði 32 mörk á einu tímabili," sagði Fernandes.

„Sporting er risastórt félag en United er þekkt út um alla veröld. Ótrúleg athygli og pressa sem við fáum á okkur. Ég finn fyrir pressunni, það er gott í fótbolta. Þegar ferlinum lýkur mun það fara og ég verð rólegri. ég mun hafa tíma til að slaka á þegar ég dey."
Athugasemdir
banner
banner