Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inter Miami úr leik í Meistaradeildinni
Mynd: EPA
Stjörnum prýtt lið Iinter Miami er úr leik í Meistaradeild Mið- og Norður-Ameríku eftir tap gegn Vancouver Whitecaps í undanúrslitum.

Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Vancouver en liðin mættust í Flórída í gær.

Jordi Alba kom Inter Miami yfir snemma leiks eftir undirbúning Luis Suarez og Lionel Messi.

Vancouver skoraðit tvö mörk snemma í seinni hálfleik og var róðurinn því orðinn ansi þungur fyrir Miami. Þriðja mark Vancouver leit síðan dagsins ljós og 5-1 sigur samanlagt staðreynd.


Athugasemdir
banner
banner