Keppni í 4. deild karla hefst um miðja næstu viku en þjálfarar deildarinnar skiluðu af sér spá til Fótbolta.net fyrir deildina. Við höfum núna tekið saman hvernig spáin lítur út.
Þjálfararnir spá því að Árborg muni bera sigur úr býtum í deildinni og að KÁ, venslafélag Hauka, muni fara með þeim upp. Þar á eftir fylgi Hafnir og KH fast á hælana.
Þjálfararnir spá því að Árborg muni bera sigur úr býtum í deildinni og að KÁ, venslafélag Hauka, muni fara með þeim upp. Þar á eftir fylgi Hafnir og KH fast á hælana.
Hamri úr Hveragerði er ekki spáð góðu gengi en það er búist við svona frekar þéttum pakka neðarlega.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig spáin lítur út.
Spáin fyrir 4. deild:
1. Árborg - 74 stig
2. KÁ - 64 stig
3. Hafnir - 61 stig
4. KH - 60 stig
5. Álftanes - 46 stig
6. Vængir - 36 stig
7. Elliði - 33 stig
8. Kría - 32 stig
9. KFS - 27 stig
10. Hamar - 17 stig
Athugasemdir