Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
banner
banner
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 3. maí
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 02.maí 2025 13:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 2. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. KFA er spáð öðru sæti og þar með sæti í Lengjudeildinni að ári.

KFA er spáð öðru sæti.
KFA er spáð öðru sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór er spilandi þjálfari liðsins.
Eggert Gunnþór er spilandi þjálfari liðsins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arek er lykilmaður.
Arek er lykilmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marteinn Már er lykilmaður líka.
Marteinn Már er lykilmaður líka.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hrafn Guðmunds fer austur til að bæta sig.
Hrafn Guðmunds fer austur til að bæta sig.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnar Ari snýr aftur heim.
Unnar Ari snýr aftur heim.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir KFA í sumar?
Hvað gerir KFA í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Spáin:
1.
2. KFA, 96 stig
3. Kári, 95 stig
4. Dalvík/Reynir, 77 stig
5. Höttur/Huginn, 76 stig
6. Víkingur Ó., 74 stig
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

2. KFA
Knattspyrnufélag Austfjarða spilaði sitt þriðja tímabil eftir sameiningu í fyrra og má tala um vonbrigðasumar. Liðinu var spáð efsta sæti fyrir mót og endaði að lokum í fimmta sæti, langt frá öðru sætinu. Liðið fór jafnframt í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins en tapaði þar gegn Selfossi á Laugardalsvellinum. KFA hefur verið í efri hlutanum í 2. deild síðustu tvö tímabil en ekki náð markmiðum sínum; að komast upp í Lengjudeildina. En þriðja tímabilinu í röð er liðinu spáð upp um deild og spurnin hvort það rætist núna. Það hafa verið gerðar breytingar frá tímabilinu í fyrra og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þær ganga upp.

Þjálfarinn: Ein af stóru breytingunum frá því í fyrra er að Eggert Gunnþór Jónsson er tekinn við liðinu. Hann tók við af Mikael Nikulássyni á miðju tímabili í fyrra og núna fer hann inn í sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari liðsins. Það eru fáir þjálfarar í 2. deild með betri leikmannaferil en Eggert Gunnþór. Hann spilaði lengi sem atvinnumaður og fór víða, lék meðal annars fyrir Wolves á Englandi. Hann lék þá 21 landsleik fyrir Ísland. Eggert er að fara inn í sitt fyrsta aðalþjálfarf núna og kemur hann einnig til með að spila með KFA, spilandi þjálfari.

Stóra spurningin: Er komið að þessu?
Eftir að hafa verið spáð upp núna þrjú ár í röð, þá er spurning hvort það sé komið að þessu núna. Það hefur verið stefnan hjá KFA síðustu árin að komast upp úr þessari deild og það hlýtur að gerast einhvern tímann. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gengur upp hjá Eggert Gunnþóri á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari og hvernig það gengur hjá honum að samtvinna það að vera leikmaður og þjálfari.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Marteinn Már Sverrisson og Arkadiusz Jan Grzelak
Marteinn Már er uppalinn heimamaður sem skilar alltaf mörkum. Hann hefur skorað 45 mörk í öllum keppnum síðastliðin 3 ár. Hann verður því að vera á tánum í sumar ef KFA ætla sér eitthvað. Arek er pólsk-íslenskur hafsent sem hefur spilað með Leikni F, Magna og KFA í annarri deildinni. Hann er með mikla reynslu og er límið í vörninni.

Gaman að fylgjast með: Hrafn Guðmundsson
Er ungur og efnilegur framherji sem hefur verið að spila með KR í bestu deildinni og Aftureldingu í lengjudeildinni. Hann kemur á láni frá Stjörnunni

Komnir:
Adam Örn Guðmundsson frá Magna
Arnar Bjarki Björgvinsson frá FH
Hrafn Guðmundsson frá Stjörnunni (Á láni)
Jacques Bayo Mben frá Spáni
Javier Montserrat Munoz frá Ítalíu
Jawed Abd El Resak Boumeddane frá Spáni
Matheus Bissi Da Silva frá Dalvík/Reyni
Milan Jelovac frá Albaníu
Nikola Kristinn Stojanovic frá Dalvík/Reyni
Unnar Ari Hansson frá KFK

Farnir:
Eiður Orri Ragnarsson í Keflavík
Matheus Bettio Gotler í Kormák/Hvöt
Sverrir Þór Kristinsson í Val (Var á láni)
Tómas Atli Björgvinsson í Hauka
Þórður Ingason í Aftureldingu

Þjálfarinn segir - Eggert Gunnþór Jónsson
„Þetta kemur kannski ekkert svo á óvart miðað við hvernig síðustu 2 tímabil hafa verið. Við erum vanir því að vera í toppbaráttu og stefnum auðvitað á að taka þetta skrefinu lengra í ár."

„Sumarið leggst vel í okkur. Við stefnum á að draga lærdóm af síðustu árum, byrja að gera betur í þeim hlutum sem okkur fannst ábótavant í fyrra og svo auðvitað halda áfram að bæta okkur enn frekar á öðrum stöðum. Markmið KFA til lengri tíma er að verða með sjálfbært lengjudeildarlið og mitt starf er að hjálpa við að þróa og bæta þennan kjarna af ungu og góðu heimamönnum sem við höfum í hópnum í bland við að reyna að sækja réttu mennina sem hjálpa okkur við að taka þetta skref sem vantar til að gera okkur samkeppnishæft lið á toppnum. Við erum á landsbyggðinni og þarf af leiðandi höfum við kannski ekki náð að æfa jafn mikið saman á undirbúningstímabilinu og maður hefði kosið en ég á ekki von á öðru en að strákarnir verðir klárir að sýna sýnar bestu hliðar þegar fyrsti leikur er og verði fullir tilhlökkunar við að gera enn betur en á síðustu tímabilum."

Fyrstu þrír leikir KFA:
3. maí, KFA - Kormákur/Hvöt (Fjarðabyggðarhöllin)
10. maí, Ægir - KFA (GeoSalmo völlurinn)
17. maí, KFA - Víkingur Ó. (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner