Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fim 01. maí 2025 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca: Þetta var fullkomið kvöld
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var mjög ánægður eftir 4-1 sigur liðsins gegn Djurgarden í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í Svíþjóð í kvöld.

„Þetta var fullkomið kvöld, við þurfum að vera einbeittir fyrir seinni leikinn," sagði Maresca.

„Fyrstu 70 mínúturnar voru góðar en við féllum svolítið til baka síðustu tuttugu mínúturnar sem við megum ekki gera. Við megum ekki slaka á því þá verður þetta flókið. Við gerðum vel en nú þurfum við að klára verkið á heimavelli."

Maresca gerði átta breytingar á liðinu frá sigri gegn Everton og þá kom hinn 16 ára gamli Reggie Walsh inn á í sínum fyrsta leik.

„Hann er ungur, hann lítur vel út en þaraf aað halda áfram að vaxa og dafna," sagði Maresca.

Athugasemdir