Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona nálgast tíunda deildartitilinn
Kvenaboltinn
Alexia Putellas skoraði seinna mark Barcelona
Alexia Putellas skoraði seinna mark Barcelona
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kvennalið Barcelona færist nær því að vinna Liga F-deildina í sjötta sinn í röð eftir að það vann 2-0 sigur á Levante Badalona í dag.

Börsungar hafa verið með algert yfirráð bæði heima fyrir og í Evrópuboltanum síðustu ár og ekki útlit fyrir að það verði eitthvað lát á því á næstunni.

Marta Torrejon og Alexia Putellas skoruðu mörkin gegn Badalona í dag.

Torrejon skoraði með skalla eftir hornspyrnu en Putellas úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Badalona handlék boltann innan teigs.

Barcelona er á toppnum með 75 stig, fjórum stigum meira en Real Madrid þegar þrjár umferðir eru eftir og fátt sem kemur í veg fyrir að Barcelona verði meistari í tíunda sinn í sögu félagsins.


Athugasemdir
banner