Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
   fim 01. maí 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Lengjudeildin
Hemmi stýrði ÍBV upp í fyrra en tók svo við HK í vetur.
Hemmi stýrði ÍBV upp í fyrra en tók svo við HK í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
HK féll úr Bestu deildinni í fyrra.
HK féll úr Bestu deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta sé eðlileg spá. Fylkir og Keflavík eru með reyndustu liðin, lið sem hafa verið lengi saman. Þau verða gríðarlega öflug," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net.

HK er spáð þriðja sæti Lengjudeildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.

„Ég á von á svipuðu tímabili og í fyrra. Þetta verði gríðarlega jafnt og spennandi. Það voru nokkur stig á milli þess að vera í tíunda sæti og efsta sæti. Deildin var rosalega skemmtileg og mörg lið sem komu á óvart."

„Við erum hrikalega spenntir að fara að keyra þetta í gang."

Hætti með ÍBV og tók við HK
Hemmi stýrði liði ÍBV til sigurs í deildinni á síðasta tímabili en hætti þar af fjölskyldulegum ástæðum eftir tímabilið. Hann tók svo við HK og stýrir núna aftur liði sem stefnir á að komast upp úr Lengjudeildinni.

„Þetta var svo rosalega skemmtilegt. Ég hlakka til að takast aftur á við þessa deild. Það er stutt á milli, þetta er óútrreiknanleg og skemmtileg deild."

Hvað er að fara að einkenna HK-liðið í sumar?

„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt. Við erum með ungt lið og það eru gríðarlega efnilegir strákar að koma upp. Þetta er rosalega spennandi lið. Við verðum líklega skemmtilegasta liðið," sagði Hemmi og brosti.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Hemmi ræðir meira um fyrstu mánuðina í Kórnum.
Athugasemdir
banner