
„Ég held að þetta sé eðlileg spá. Fylkir og Keflavík eru með reyndustu liðin, lið sem hafa verið lengi saman. Þau verða gríðarlega öflug," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net.
HK er spáð þriðja sæti Lengjudeildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.
HK er spáð þriðja sæti Lengjudeildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.
„Ég á von á svipuðu tímabili og í fyrra. Þetta verði gríðarlega jafnt og spennandi. Það voru nokkur stig á milli þess að vera í tíunda sæti og efsta sæti. Deildin var rosalega skemmtileg og mörg lið sem komu á óvart."
„Við erum hrikalega spenntir að fara að keyra þetta í gang."
Hætti með ÍBV og tók við HK
Hemmi stýrði liði ÍBV til sigurs í deildinni á síðasta tímabili en hætti þar af fjölskyldulegum ástæðum eftir tímabilið. Hann tók svo við HK og stýrir núna aftur liði sem stefnir á að komast upp úr Lengjudeildinni.
„Þetta var svo rosalega skemmtilegt. Ég hlakka til að takast aftur á við þessa deild. Það er stutt á milli, þetta er óútrreiknanleg og skemmtileg deild."
Hvað er að fara að einkenna HK-liðið í sumar?
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt. Við erum með ungt lið og það eru gríðarlega efnilegir strákar að koma upp. Þetta er rosalega spennandi lið. Við verðum líklega skemmtilegasta liðið," sagði Hemmi og brosti.
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Hemmi ræðir meira um fyrstu mánuðina í Kórnum.
Athugasemdir