Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HúbbaBúbba gefur út EM lag- „Það er eitthvað stórt í vændum hjá stelpunum okkar"
Icelandair
Mynd: HúbbaBúbba
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HúbbaBúbba og KSÍ hafa náð samningi um að tónlistartvíeykið semji lag fyrir EM kvenna sem fram fer í Sviss í sumar.

Fótboltamennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason mynda tvíeykið sem hefur vakið mikla athyli síðustu misseri. Myndband við lagið verður gefið út eftir viku en EM fer fram í júlí. Ísland verður í riðli með Finnlandi, Noregi og heimakonum í Sviss. Ísland mætir Finnlandi 2. júlí í Thun, heimakonum í Bern þann 6. júlí og svo Noregi 10. júlí í Thun. Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Fótbolti.net ræddi við Eyþór um lagið.

„Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og vonandi fáum við kallið út til Sviss þegar að því kemur. Við vildum skapa eitthvað sem nær hjarta þjóðarinnar – lag sem peppar stelpunar okkar í liðinu og kveikir neista hjá fólki heima fyrir. Við Kristall hugsuðum með okkur að við vildum ekki gera týpíska stuðningsmannalagið. Menn eru orðnir hundleiðir á því. Við ákváðum að setja ferskan tón inn inn í lagið með góðum takti, glæsibrag og léttleika. Snilldin við lagið er að þú getur sungið með, sama hvort þú sért á Laugardalsvelli, fastur í umferð á leið í vinnuna eða að berjast við síðustu endurtekninguna í ræktinni. Ekki skemmir fyrir að við fengum stelpurnar í tónlistarmyndbandið líka sem verður frumsýnt 9.maí, frábært að vinna með þeim og KSÍ," segir Eyþór.

„Við finnum allaveganna báðir að það er einhver óútskýranleg tilfinning í loftinu. Það er eitthvað stórt í vændum hjá stelpunum okkar. Þær eru að fara að skrifa nýjan kafla í söguna," bætir hann við.



Athugasemdir
banner
banner