Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Helena Hekla Hlynsdóttir (ÍBV)
Kvenaboltinn
Helena Hekla Hlynsdóttir.
Helena Hekla Hlynsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Geirsdóttir.
Guðný Geirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emma Hawkins var markadrottning Lengjudeildarinnar í fyrra.
Emma Hawkins var markadrottning Lengjudeildarinnar í fyrra.
Mynd: FHL
Jón Óli Daníelsson, þjálfari ÍBV.
Jón Óli Daníelsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirmyndin í æsku.
Fyrirmyndin í æsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Dóra til Eyja?
Áslaug Dóra til Eyja?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn besti liðsfélaginn.
Einn besti liðsfélaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Hekla hefur spilað með Selfossi og ÍBV á sínum meistaraflokksferli en hún lék stórt hlutverk í liði ÍBV síðasta sumar. Hún lék alla leiki liðsins í Lengjudeildinni og skoraði í þeim tvö mörk.

Helena, sem er fædd árið 2003, hefur alls spilað 73 KSÍ-leiki og skorað í þeim átta mörk. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Helena Hekla Hlynsdóttir

Gælunafn: er oftast kölluð Hekla, veit samt ekki hvort það flokkast sem gælunafn

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: spilaði fyrsta leikinn 2018 man bara að það var ekki sagt mér að ég væri að byrja leikinn fyrr en við vorum á leiðinni út í upphitun þótt það væri löngu búið að ákveða það, átti líklegast að vera einhver leið til að minnka stressið

Uppáhalds drykkur: ísköld mjólk úr bláu fernunni

Uppáhalds matsölustaður: Vöruhúsið og Gott í eyjum

Uppáhalds tölvuleikur: fortnite

Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: þýskir þættir sem heita dark og desperate housewives

Uppáhalds tónlistarmaður: Freddie Mercury og hans menn

Uppáhalds hlaðvarp: hlusta ekki á hlaðvörp

Uppáhalds samfélagsmiðill: líklegast instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: vísir

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: það voru skilaboð frá Guðný Geirs þar sem hún var að spyrja mig hvernig ég hefði það eftir að ég brann illa síðasta daginn í æfingaferðinni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: er opin fyrir öllu, ekkert útilokað

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Emma Hawkins sem spilaði með FHL í fyrra

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jón Óli og Sindri Rúnars

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: engin ein sem mér dettur í hug, bara þær sem hætta ekki að tuða allan leikinn

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Dagný Brynjarsdóttir

Sætasti sigurinn: fyrsti sigurinn í deildinni í fyrra, hann tók smá tíma og var því mjög sætur þegar hann loksins kom hjá okkur

Mestu vonbrigðin: falla úr bestu 2023 var mjög svekkjandi

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: væri til í að fá hana Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Kristín Klara Óskarsdóttir

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Nökkvi Már Nökkvason

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: systir mín, Elísa Hlynsdóttir

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Ronaldo

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: að tíminn væri stoppaður þegar boltinn er ekki í leik

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar og Tálknafjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ragna Sara tók rasputin dansinn þegar við vorum að fagna marki, gat ekki hætt að hlæja því hún náði því aðeins of vel

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei ekkert þannig

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: já horfi stundum á handbolta og körfuna þegar úrslitakeppnin er í gangi

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: er ennþá mjög léleg í stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: þegar það átti að skipta mér inná en ég var í vitlausu númeri, það var einhver á bekknum sem tók eftir því að það passaði ekki við skýrsluna þannig það var hætt við skiptinguna. Langaði að hverfa því það var búið að stoppa leikinn og öll athyglin á mér.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Natalie, Lexie og Telly sem voru hjá okkur í fyrra, sakna að hafa þær á eyjunni

Bestur/best í klefanum og af hverju: Avery Vander Ven, hún er alltaf í stuði sama hvað

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Segja hvaða seríu og af hverju (dæmi: Survivor, Love Island, Idol, Got Talent) væri til í að senda Ísey Maríu í Survivor, hef mjög mikla trú á henni þar

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég tala þýsku, bjó í Hamburg í 4 ár.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Olga Sevcova, bjóst við að hún væri smá grimm en hún gæti ekki gert flugu mein og einn besti liðsfélagi sem ég hef átt

Hverju laugstu síðast: að ég ætlaði að taka til heima eftir vinnu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun þegar Sísí Lára er ekki að sjá um hana

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja egypskan faraó hvernig píramídarnir voru byggðir

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Vil hvetja sem flesta til að mæta á völlinn í sumar að styðja okkur stelpurnar
Athugasemdir
banner
banner