Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 11:25
Brynjar Ingi Erluson
Bayer Leverkusen kaupir liðsfélaga Jóns Dags (Staðfest)
Mynd: Bayer Leverkusen
Þýska félagið Bayer Leverkusen hefur fest kaup á Ibrahim Maza frá Herthu Berlín en þetta kemur fram í tilkynningu frá Leverkusen í dag.

Maza er 19 ára gamall sóknarmaður sem er uppalinn í Þýskalandi og spilaði fyrir öll yngri landsliðin.

Á síðasta ári ákvað hann að skipta um landslið. Maza er ættaður frá bæði Alsír og Víetnam, en valdi það að spila fyrir alsírska landsliðið og á einn leik að baki með A-landsliðinu.

Framherjinn hefur komið að tíu mörkum með Herthu Berlín á tímabilinu og vakið áhuga hjá liðum í efstu deild en Leverkusen hafði hraðar hendur og tókst að landa honum fyrir lok tímabils.

Maza, sem er liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar hjá Herthu, skrifaði undir fimm ára samning við Leverkusen og mun formlega ganga í raðir félagsins í sumar.

Athugasemdir
banner