Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd er með í baráttunni um Tah
Tah spilar leik númer 400 með Bayer Leverkusen þegar liðið heimsækir Freiburg um helgina. Leverkusen er ríkjandi meistari en aðeins einni umferð frá því að tapa titlinum aftur til FC Bayern.
Tah spilar leik númer 400 með Bayer Leverkusen þegar liðið heimsækir Freiburg um helgina. Leverkusen er ríkjandi meistari en aðeins einni umferð frá því að tapa titlinum aftur til FC Bayern.
Mynd: EPA
Manchester United hefur mikinn áhuga á að semja við þýska miðvörðinn Jonathan Tah, sem verður samningslaus í sumar.

Tah hefur verið mikilvægur hlekkur í hjarta varnarinnar hjá sterku liði Bayer Leverkusen en nú er kominn tími til að takast á við nýja áskorun.

FC Bayern, Real Madrid og Barcelona eru öll áhugasöm um Tah, sem er 29 ára gamall og á 35 A-landsleiki að baki fyrir Þýskaland.

Tah hefur verið hjá Leverkusen í heilan áratug en á einnig leiki að baki með Hamburger SV og Fortuna Düsseldorf.

Sky Sports greinir frá þessu og tekur fram að Real Madrid leiðir líklegast kapphlaupið, sérstaklega ef Xabi Alonso, þjálfari Tah hjá Leverkusen, verður ráðinn sem arftaki Carlo Ancelotti.

Tah gæti hins vegar valið Manchester United ef Alonso verður ekki ráðinn hjá Real. Barcelona er talinn ólíklegur áfangastaður vegna vandræða félagsins við að halda sér undir launaþakinu í La Liga.
Athugasemdir
banner