Rio Ferdinand telur að undrabarnið Lamine Yamal, sem er 17 ára gamall, sé þegar orðinn besti leikmaður heims. Yamal fór með himinskautum í 3-3 jafntefli gegn Inter í gær, í leik þar sem hann skoraði stórkostlegt mark eftir einstaklingsframtak og kom Barcelona inn í leikinn eftir að hafa lent 2-0 undir.
Vængmaðurinn ungi hélt áfram að skapa vandræði fyrir Inter allt kvöldið en þetta var 100. leikur hans fyrir Barcelona.
Vængmaðurinn ungi hélt áfram að skapa vandræði fyrir Inter allt kvöldið en þetta var 100. leikur hans fyrir Barcelona.
„Sem leikmaður með hreinræktaða fótboltahæfileika þá tel ég að Lamine Yamal sé á öðru getustigi en nokkur annar leikmaður í bestu deildum heims. Ég ætla að taka svo sterkt til orða," segir Ferdinand og talar um að það séu forréttindi að horfa á Yamal spila fótbolta.
„Hann tekur að sér stærsta hlutverkið á stærsta sviðinu og er algjörlega óttalaus. Í hvert sinn sem Barcelona fékk tækifæri til að herja á Inter þá leitaði liðið til yngsta leikmanns vallarins."
Jamie Carragher líkir Yamal við Lionel Messi, sem er að margra mati besti leikmaður sögunnar.
„Hann vill ekki láta líkja sér við Messi en þessi frammistaða var eins og að horfa á Messi á blómaskeiði hans. Þetta var snilldarlegt hjá Yamal og allra augu beindust að honum," segir Carragher.
“That was like watching Messi.”
— CBS Sports Golazo ?? (@CBSSportsGolazo) April 30, 2025
Thierry Henry, @Carra23, and @MicahRichards break down Lamine Yamal’s incredible form after his 100th appearance with Barcelona ???? pic.twitter.com/esMETvUfLG
Athugasemdir