Aston Villa er að skoða hvort félagið eigi að reyna fá belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne í sínar raðir en Belginn verður samningslaus í sumar.
De Bruyne hefur verð hjá Manchester City frá því félagið keypti hann af Wolfsburg sumarið 2015.
Hann hefur verið einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar og unnið fjöldan allan af titlum með City liðinu.
De Bruyne hefur verð hjá Manchester City frá því félagið keypti hann af Wolfsburg sumarið 2015.
Hann hefur verið einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar og unnið fjöldan allan af titlum með City liðinu.
Þegar hefur verið gefið út að hann verður ekki áfram hjá City á næsta tímabili og hefur hann verið orðaður við bæði Sádi-Arabíu og bandarísku MLS deildina.
Hann er 33 ára og hefur á sínum ferli skorað 154 mörk í 646 keppnisleikjum á sínum félagsliðaferli og 30 mörk í 109 landsleikjum.
Athugasemdir