Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Öruggt hjá Man Utd og Tottenham
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Brennan Johnson
Brennan Johnson
Mynd: EPA
Athletic 0 - 3 Manchester Utd
0-1 Casemiro ('30 )
0-2 Bruno Fernandes ('37 , víti)
0-3 Bruno Fernandes ('45 )
Rautt spjald: Dani Vivian, Athletic ('35)

Man Utd er í mjög góðri stöðu eftir öruggan sigur á Athletic Bilbao á Spáni í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora í upphafi leiks. Alejandro Garnacho kom boltanum í netið snemma leiks en var dæmdur rangstæður.

Casemiro kom United yfir eftir hálftíma leik. Harry Maguire fór illa með Mikel Jauregizar áður en hann sendi boltann fyrir. Manuel Ugarte flikkaði boltanum áfram á Casemiro sem skoraði af öryggi.

Stuttu síðar fékk Man Utd vítaspyrnu. Dani Vivian braut á Rasmus Höjlund og fékk rautt spjald. Bruno Fernandes steig á punktinn og bætti öðru marki United við. Hann skoraði síðan aftur undir lok fyrri hálfleiks.

Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í seinni hálfleik en öruggur sigur Man Utd staðreynd.

Tottenham 3 - 1 Bodo-Glimt
1-0 Brennan Johnson ('1 )
2-0 James Maddison ('34 )
3-0 Dominic Solanke ('61 , víti)
3-1 Ulrik Saltnes ('83 )

Tottenham er einnig í fínum málum eftir sigur gegn Bodö/Glimt í Lundúnum.

Brennan Johnson kom Tottenham yfir eftir aðeins 37 sekúndna leik. James Maddison bætti öðru markinu við eftir langa sendingu frá Pedro Porro og staðan var 2-0 í hálfleik.

Tottenham fékk vítaspyrnu eftir klukkutíma leik þegar brotið var á Cristian Romero og Dominic Solanke skoraði úr henni og innsiglaði sigur Tottenham. Ulrik Saltnes tókst að klóra í bakkann fyrir gestina undir lokin.

Seinni leikir liðanna fara fram 8. maí.
Athugasemdir
banner