
Lengjudeildin fer af stað í kvöld og fara fimm af sex leikjum 1. umferðar fram í kvöld. Lokaleikurinn, viðureign ÍR og Völsungs, fer svo fram á morgun.
Til þess að spá í fyrstu umferð fengum við miðvörðinn Júlíus Mar Júlíusson sem var í liði ársins í deildinni í fyrra og var keyptur í KR síðasta haust. U21 landsliðsmaðurinn spáir svona í leikina:
Til þess að spá í fyrstu umferð fengum við miðvörðinn Júlíus Mar Júlíusson sem var í liði ársins í deildinni í fyrra og var keyptur í KR síðasta haust. U21 landsliðsmaðurinn spáir svona í leikina:
Selfoss 2 - 0 Grindavík (fös, 18:00)
Bjarni Jó fer sáttur á koddann með 3 stig í pokanum góða.
Þór 2 - 2 HK (fös, 18:00)
Markaleikur inni í Boganum. Þórsarar komast 2-0 yfir en Dagur Ingi með fullhlaðna byssu skorar 2 og bjargar stigi fyrir sína menn.
Fjölnir 5 - 0 Keflavík (fös, 18:30)
Eftir mikið mótlæti sýna gulir og glaðir Fjölnismenn hvers þeir eru megnugir og vinna glæsilegan sigur 5-0 inn í Egilshöllinni góðu. Bjarni Hafstein með 2 mörk, Daníel Ingvar (Dingvarovic) og Máni með sitthvort markið og Reynir Haralds síðan með mark leiksins, hjólhestaspyrna fyrir utan teig!
Njarðvík 2 - 2 Fylkir (fös, 18:30)
Þetta er X leikur. Fylkismenn virða stigið á erfiðum útivelli, Arnar Númi skorar bæði fyrir Fylki.
Þróttur 4 - 3 Leiknir (fös, 19:15)
The Kári Kri show. Axel Freyr kemur Leiknismönnum í 2-0 eftir 10 mínútna leik en þá tekur Kári við sér og skorar 3 til þess að koma Þrótturum í 3-2. Shkelzen jafnar síðan leikinn en Jakob Gunnar tryggir síðan Þrótturum sigur 4 - 3. Viktor Steinarsson verður samt valinn maður leiksins.
ÍR 2 - 0 Völsungur (lau, 16:00)
Óðinn Bjarkason skorar tvö í þægilegum sigri ÍR-inga.

Dagur Ingi Axelsson samdi við HK í vetur. Setur hann mark sitt á leikinn í Boganum í kvöld?
Athugasemdir