Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari Orra Steins eftirsóttur
Mynd: EPA
Imanol Alguacil, stjóri Real Sociedad, mun hætta með liðið í sumar eftir sex og hálft ár í starfi hjá félaginu.

Félög eru þegar farin að hafa samband við hann en portúgalska liðið Porto hefur sýnt spænska þjálfaranum mikinn áhuga.

Alguacil er hins vegar ekki sterkur í enskunni og má ætla að hann vilji vera áfram á Spáni.

Þá er Sevilla spennandi kostur en það hafa verið samtöl á milli hans og forráðamanna Sevilla.

Athugasemdir
banner