Imanol Alguacil, stjóri Real Sociedad, mun hætta með liðið í sumar eftir sex og hálft ár í starfi hjá félaginu.
Félög eru þegar farin að hafa samband við hann en portúgalska liðið Porto hefur sýnt spænska þjálfaranum mikinn áhuga.
Félög eru þegar farin að hafa samband við hann en portúgalska liðið Porto hefur sýnt spænska þjálfaranum mikinn áhuga.
Alguacil er hins vegar ekki sterkur í enskunni og má ætla að hann vilji vera áfram á Spáni.
Þá er Sevilla spennandi kostur en það hafa verið samtöl á milli hans og forráðamanna Sevilla.
Athugasemdir