Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 02. júní 2023 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Byrjunarlið Breiðabliks og Víkings: Gunnar ekki með
Gunnar Vatnhamar er ekki með.
Gunnar Vatnhamar er ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi snýr aftur í lið Blika.
Stefán Ingi snýr aftur í lið Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deildinni í kvöld þar sem Breiðablik tekur á móti Víkingi. Þessi lið ætla sér bæði að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og má sjá þau hér að neðan.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu í síðustu umferð. Stefán Ingi Sigurðarson snýr aftur inn í liðið og koma Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman einnig inn.

Hjá Víkingum eru einnig þrjár breytingar. Danijel Dejan Djuric byrjar gegn sínum gömlu félögum og þá snýr Matthías Vilhjálmsson aftur í liðið eftir meiðsli. Davíð Örn Atlason kemur þá inn í liðið fyrir Karl Friðleif Gunnarsson.

Gunnar Vatnhamar, sem er búinn að vera stórkostlegur á tímabilinu, er ekki búinn að ná sér af meiðslum og er því ekki með Víkingum í kvöld.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner