Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 02. júní 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Eyjólfs: Logi missti aðeins hausinn og hrinti Dóra
Hiti eftir leik.
Hiti eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net
Barátta í leiknum.
Barátta í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net
„Tilfinningarnar voru virkilega góðar, mér fannst við eiga allavega punktinn, ef ekki þrjú stig, skilið í þessum leik. Við héldum bara áfram, gáfumst ekki upp og það er mikill karakter í þessu liði. Við vorum ekki að ná að skapa nógu mikið en svo brotnaði ísinn í lokin," sagði Gísli Eyjólfsson.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Klæmint. Clutch Klæmint. Hann er búinn að vera okkur ótrúlega seigur og góður og virkilega gaman að sjá hann skora aftur." Gísli kom Blikum á bragðið með skallamarki eftir hornspyrnu.

„Hornspyrna, ég hoppa upp og svo loka ég augunum og vona það besta. Hann fór greinilega inn. Menn fengu aðeins blóð á tennurnar og höfðu aftur trú eftir að við náðum þessu fyrsta marki. Sem betur fer náði Klæmint svo að pota inn öðru."

Allt sauð svo upp úr í kjölfarið. Hvernig upplifði Gísli þetta?

„Ég veit það ekki. Ég sé þetta ekki alveg, held að Logi hafi aðeins misst hausinn og hrint Dóra aðstoðarþjálfara sem er ekki boðlegt. Svona hagaði hann sér, og það er bara þannig."

Óskað var eftir því að fá Halldór Árnason, Dóra, í viðtal, en hann vildi ekki tjá sig.

Það er mikill rígur og mikill hiti í leikjum Breiðabliks og Víkings. „Það er yfirleitt skemmtilegast þannig þegar það aðeins losnar upp úr þessu. Það eru miklar tilfinningar hjá mönnum og skiljanlega," sagði Gísli.

Viðtalið við Gísla er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner