Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 02. júní 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Eyjólfs: Logi missti aðeins hausinn og hrinti Dóra
Hiti eftir leik.
Hiti eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net
Barátta í leiknum.
Barátta í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net
„Tilfinningarnar voru virkilega góðar, mér fannst við eiga allavega punktinn, ef ekki þrjú stig, skilið í þessum leik. Við héldum bara áfram, gáfumst ekki upp og það er mikill karakter í þessu liði. Við vorum ekki að ná að skapa nógu mikið en svo brotnaði ísinn í lokin," sagði Gísli Eyjólfsson.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Klæmint. Clutch Klæmint. Hann er búinn að vera okkur ótrúlega seigur og góður og virkilega gaman að sjá hann skora aftur." Gísli kom Blikum á bragðið með skallamarki eftir hornspyrnu.

„Hornspyrna, ég hoppa upp og svo loka ég augunum og vona það besta. Hann fór greinilega inn. Menn fengu aðeins blóð á tennurnar og höfðu aftur trú eftir að við náðum þessu fyrsta marki. Sem betur fer náði Klæmint svo að pota inn öðru."

Allt sauð svo upp úr í kjölfarið. Hvernig upplifði Gísli þetta?

„Ég veit það ekki. Ég sé þetta ekki alveg, held að Logi hafi aðeins misst hausinn og hrint Dóra aðstoðarþjálfara sem er ekki boðlegt. Svona hagaði hann sér, og það er bara þannig."

Óskað var eftir því að fá Halldór Árnason, Dóra, í viðtal, en hann vildi ekki tjá sig.

Það er mikill rígur og mikill hiti í leikjum Breiðabliks og Víkings. „Það er yfirleitt skemmtilegast þannig þegar það aðeins losnar upp úr þessu. Það eru miklar tilfinningar hjá mönnum og skiljanlega," sagði Gísli.

Viðtalið við Gísla er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner