Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 02. júní 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Eyjólfs: Logi missti aðeins hausinn og hrinti Dóra
Hiti eftir leik.
Hiti eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net
Barátta í leiknum.
Barátta í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net
„Tilfinningarnar voru virkilega góðar, mér fannst við eiga allavega punktinn, ef ekki þrjú stig, skilið í þessum leik. Við héldum bara áfram, gáfumst ekki upp og það er mikill karakter í þessu liði. Við vorum ekki að ná að skapa nógu mikið en svo brotnaði ísinn í lokin," sagði Gísli Eyjólfsson.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Klæmint. Clutch Klæmint. Hann er búinn að vera okkur ótrúlega seigur og góður og virkilega gaman að sjá hann skora aftur." Gísli kom Blikum á bragðið með skallamarki eftir hornspyrnu.

„Hornspyrna, ég hoppa upp og svo loka ég augunum og vona það besta. Hann fór greinilega inn. Menn fengu aðeins blóð á tennurnar og höfðu aftur trú eftir að við náðum þessu fyrsta marki. Sem betur fer náði Klæmint svo að pota inn öðru."

Allt sauð svo upp úr í kjölfarið. Hvernig upplifði Gísli þetta?

„Ég veit það ekki. Ég sé þetta ekki alveg, held að Logi hafi aðeins misst hausinn og hrint Dóra aðstoðarþjálfara sem er ekki boðlegt. Svona hagaði hann sér, og það er bara þannig."

Óskað var eftir því að fá Halldór Árnason, Dóra, í viðtal, en hann vildi ekki tjá sig.

Það er mikill rígur og mikill hiti í leikjum Breiðabliks og Víkings. „Það er yfirleitt skemmtilegast þannig þegar það aðeins losnar upp úr þessu. Það eru miklar tilfinningar hjá mönnum og skiljanlega," sagði Gísli.

Viðtalið við Gísla er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner