Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   fös 02. júní 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Eyjólfs: Logi missti aðeins hausinn og hrinti Dóra
Hiti eftir leik.
Hiti eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net
Barátta í leiknum.
Barátta í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net
„Tilfinningarnar voru virkilega góðar, mér fannst við eiga allavega punktinn, ef ekki þrjú stig, skilið í þessum leik. Við héldum bara áfram, gáfumst ekki upp og það er mikill karakter í þessu liði. Við vorum ekki að ná að skapa nógu mikið en svo brotnaði ísinn í lokin," sagði Gísli Eyjólfsson.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Klæmint. Clutch Klæmint. Hann er búinn að vera okkur ótrúlega seigur og góður og virkilega gaman að sjá hann skora aftur." Gísli kom Blikum á bragðið með skallamarki eftir hornspyrnu.

„Hornspyrna, ég hoppa upp og svo loka ég augunum og vona það besta. Hann fór greinilega inn. Menn fengu aðeins blóð á tennurnar og höfðu aftur trú eftir að við náðum þessu fyrsta marki. Sem betur fer náði Klæmint svo að pota inn öðru."

Allt sauð svo upp úr í kjölfarið. Hvernig upplifði Gísli þetta?

„Ég veit það ekki. Ég sé þetta ekki alveg, held að Logi hafi aðeins misst hausinn og hrint Dóra aðstoðarþjálfara sem er ekki boðlegt. Svona hagaði hann sér, og það er bara þannig."

Óskað var eftir því að fá Halldór Árnason, Dóra, í viðtal, en hann vildi ekki tjá sig.

Það er mikill rígur og mikill hiti í leikjum Breiðabliks og Víkings. „Það er yfirleitt skemmtilegast þannig þegar það aðeins losnar upp úr þessu. Það eru miklar tilfinningar hjá mönnum og skiljanlega," sagði Gísli.

Viðtalið við Gísla er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner