Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. júlí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Er hann ekki bara bestur í þessu liði?
Kenneth Hogg (Njarðvík)
Kenneth Hogg.
Kenneth Hogg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kenneth Hogg, sóknarmaður Njarðvíkur, er leikmaður áttundu umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar.

Hann skoraði bæði mörk Njarðvíkur er liðið vann sterkan heimasigur gegn KF, 2-1.

„Hann skorar tvö á fyrstu 11 mínútunum og svo hleypur hann 10-12 kílómetra í leiknum eins og vanalega. Er hann ekki bara besti leikmaðurinn í þessu liði?" sagði Sverrir Mar Smárason.

„Í Njarðvík? Jú, ég myndi segja það," sagði Gylfi Tryggvason.

„Ég held að Kenneth Hogg sé alla vega mikilvægastur í Njarðvíkurliðinu í dag," sagði Sverrir.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Ástríðan - Mörg lið að styrkja sig í glugganum
Athugasemdir
banner
banner