mán 02. ágúst 2021 20:03
Victor Pálsson
Kom aldrei til greina að taka við Tottenham aftur
Mynd: EPA
Það kom aldrei til greina fyrir Mauricio Pochettino að taka við Tottenham í vetur er Jose Mourinho var rekinn frá félaginu.

Pochettino greinir sjálfur frá þessu en hann tók við Tottenham árið 2014 og var rekinn fimm árum seinna og tók Mourinho við.

Argentínumaðurinn var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá Paris Saint-Germain en var óvænt orðaður við fljóta endurkomu fyrr á árinu.

Það var þó ekki í kortunum að snúa aftur til Lundúna og gerir Pochettino lítið úr þessum sögum.

„Það voru margar sögusagnir í gangi, við þekkjum öll fótboltann. Sögusagnirnar eru alltaf til staðar," sagði Pochettino.

„Ég var alltaf rólegur og sambandið var gott við forsetann og Leonardo [yfirmann knattspyrnumála]. Þetta var alltaf skýrt og það var engin ástæða til að tjá sig frekar."

PSG spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær en liðið tapaði þá 1-0 gegn Lille í franska Ofurbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner