Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. ágúst 2022 11:27
Elvar Geir Magnússon
Jota búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við Liverpool
Mynd: EPA
Portúgalinn Diogo Jota hefur verið verðlaunaður fyrir öfluga frammistöðu með Liverpool á síðasta tímabili. Hann hefur skrifað undir nýjan langtímasamning til 2027 og fær ríflega launahækkun.

Jota hefur skorað 34 mörk í 85 leikjum síðan hann kom frá Wolves í september 2020 fyrir um 40 milljónir punda.

Hann skoraði 21 mark á síðasta tímabili, þegar Liverpool vann FA-bikarinn, deildabikarinn og endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Félagið sýnir hversu mikla trú það hefur á mér sem leikmanni. Það er mjög gott fyrir mig að staðfesta það að ég verði hér áfram," segir Jota.

Portúgalski landsliðsmaðurinn hefur misst af undirbúningstímabilinu vegna meiðsla aftan í læri og verður frá í nokkrar vikur til viðbótar.


Athugasemdir
banner
banner
banner