Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 02. ágúst 2022 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír mest sóttu leikir ársins eru allt leikir í kvennaboltanum
Sigurmarkinu fagnað í úrslitaleiknum í gær.
Sigurmarkinu fagnað í úrslitaleiknum í gær.
Mynd: EPA
England fór með sigur af hólmi í úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sunnudagskvöld.

Kvennaboltinn er á mikilli uppleið og það hefur verið gríðarlegur áhugi á þessu móti sem var að klárast.

Úrslitaleikurinn fór fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englands, og var nánast fullt. Það mættu 87,192 á leikinn en það er áhorfendamet á Evrópumóti, bæði karla og kvenna.

Kvennaboltinn er að vaxa, svo sannarlega, og áhorfendafjöldi á stórum leikjum í ár sýnir það gaumgæfilega.

Þrír þeirra leikja sem mest hefur verið mætt á í Evrópuboltanum í ár eru allt kvennaleikir. Sá leikur sem mest var mætt á var leikur Barcelona og Wolfsburg í Meistaradeildinni en þann leik spilaði Sveindís Jane Jónsdóttir með Wolfsburg.


Athugasemdir
banner
banner