Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fös 02. ágúst 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólympíuleikarnir um helgina - 8-liða úrslitin fara fram
Alexandre Lacazette er í leikmannahópi franska liðsins
Alexandre Lacazette er í leikmannahópi franska liðsins
Mynd: Getty Images

8-liða úrslitin á Ólympíuleikunum í París fara fram um helgina.


Karlarnir hefja leik dag en konurnar spila svo á morgun en Bandaríkin, Japan, Spánn og Frakkland eiga lið bæði í karla og kvennaflokki.

Þó svo að leikarnir fari fram aðallega í París er fótboltakeppnin spiluð á völlum víðsvegar um Frakkland. Leikur Marokkó og Bandaríkjanna í karlaflokki og Bandaríkjanna og Japan í kvennaflokki fara fram á Parc des Prince í París.

8-liða úrslit karla í dag
13:00 Marokkó - Bandaríkin
15:00 Japan - Spánn
17:00 Egyptaland - Paragvæ
19:00 Frakkland - Argentína

8-liða úrslit kvenna á morgun
13:00 Bandaríkin - Japan
15:00 Spánn - Kólumbía
17:00 Kanada - Þýskaland
19:00 Frakkland - Brasilía


Athugasemdir
banner
banner
banner