Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. september 2022 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atvinnumaður í 2. flokki - „Maður sér þetta ekki oft"
Melina Ayers.
Melina Ayers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik samdi við ástralska sóknarmanninn Melinu Ayers fyrir tímabilið. Miklar vonir voru bundnar við hana en hún hefur ekki skilað nægilega góðu verki.

Nema þá kannski með 2. flokki Blika, en hún hjálpaði þeim að landa bikarmeistaratitli á dögunum þar sem hún gerði þrennu í úrslitaleiknum gegn ÍA.

„Það eru ekki mörg lið sem eru með atvinnumann í 2. flokki," sagði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum á dögunum.

„Maður sér þetta ekki oft," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir einnig í þættinum.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðbliks, var spurður út í Melinu eftir bikarúrslitaleik Blika og Vals á dögunum. Hún var ónotaður varamaður í þeim leik.

„Já, hún hefur ekki náð að finna taktinn með liðinu - því miður. Við töldum okkur vera með stormsenter þar sem átti að skila miklu, en það hefur ekki gengið eftir," sagði Ásmundur.

Heyrst hefur að Breiðablik hafi reynt að losa sig við Melinu í sumar en það hafi ekki gengið upp.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Mætum og klárum dauðafærið!
Athugasemdir
banner
banner