Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
banner
   fös 02. september 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang þarf grímu til að verja kjálkann
Pierre-Emerick Aubameyang er kominn aftur til Lundúna en Chelsea keypti hann frá Barcelona í gær. Aubameyang er 33 ára og margir eru með efasemdir varðandi þessi kaup Chelsea.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, þekkir gabonska sóknarmanninn vel en hann lék undir hans stjórn hjá Borussia Dortmund á sínum tíma.

„Vonandi verður hann eins góður fyrir okkur og hann var þá. Við vitum hvað við erum að kaupa og hann vildi snúa aftur í ensku úrvlsdeildina, við erum ánægðir með að láta það verða að veruleika," segir Tuchel.

„Hann kemur með mörk, hraða og vinnusemi að borðinu."

Aubameyang lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á dögunum að brotist var inn á heimili hans. Hann hlaut smávægilegt kjálkabrot en þjófarnir voru vopnaðir með skoptvopnum og járnstöngum.

„Sem stendur þá getur hann ekki æft og við þurfum að fá grímu fyrir hann til að verja kjálkann. Hann ætti að geta byrjað í næstu viku," segir Tuchel.

Agavandamál hafa fylgt Aubameyang og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk nóg því hann mætti oft seint.

„Það voru aldrei nein stór vandamál þegar hann var hjá mér hjá Borussia Dortmund. Hann hefur átt í smá vandamálum með tímasetningu en hann missti aldrei af fundi. Hann var alltaf jákvæður og með gott hugarfar. Þannig man ég eftir Auba og býst við því að það verði þannig aftur," segir Tuchel.

Aubameyang verður ekki með á morgun þegar Chelsea mætir West Ham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner