Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   fös 02. september 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Gerrard: Douglas Luiz virðir ákvörðun félagsins
Forráðamenn Arsenal eru spældir yfir því að Aston Villa hafnaði þremur tilboðum í miðjumanninn Douglas Luiz á gluggadeginum. Arsenal vildi fá hann til að auka breidd á miðsvæðinu.

Talað var um að Douglas Luiz hafi viljað fara til Arsenal en Steven Gerrard, stjóri Villa, segir að Brasilíumaðurinn sýni ákvörðun Villa skilning.

„Ég ræddi við hann í gær og hann skilur stöðuna sem félagið var í. Hann sýnir þessari ákvörðun virðingu," segir Gerrard.

Aston Villa hefur fengið til sín þá Leander Dendoncker, miðjumann sem kom frá Wolves, og Jan Bednarek, varnarmann sem kom á láni frá Southampton.

„Báðir leikmenn koma inn með gríðarlega reynslu. Jan kemur hingað til að eiga nýtt upphaf. Við þurfum á varnarhæfileikum hans að halda. Leander er veikur og óvissa með hann fyrir morgundaginn," segir Gerrard.

Aston Villa á hrikalega erfitt verkefni fyrir höndum á morgun, liðið fær Manchester City í heimsókn í síðdegisleiknum. Gerrard vonast til að geta gefið Englandsmeisturum erfiðan leik en Villa er aðeins með þrjú stig eftir fimm umferðir.

„Við eigum magnaða stuðningsmenn og ég skil að þeir séu pirraðir. Það er tími til að standa saman og berjast."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner