Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 02. september 2022 08:10
Elvar Geir Magnússon
Lítill áhugi á Ronaldo - Forráðamenn Arsenal svekktir
Powerade
Pierre-Emerick Aubameyang virðist ánægður með að vera kominn í Chelsea.
Pierre-Emerick Aubameyang virðist ánægður með að vera kominn í Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ajax vildi ekki selja Edson Alvarez.
Ajax vildi ekki selja Edson Alvarez.
Mynd: EPA
Arsen Zakharyan.
Arsen Zakharyan.
Mynd: EPA
Þó búið sé að loka glugganum þá heldur slúðrið auðvitað áfram! Ronaldo, Luiz, Alvarez, Joao Pedro, Aouar, Leao, Martinelli og Brereton Díaz eru meðal þeirra sem koma við sögu í pakkanum.

„Ég á ókláruð verk í ensku úrvalsdeildinni svo það er gott að vera kominn til baka," segir Pierre-Emerick Aubameyang (33) sem keyptur var til Chelsea frá Barcelona á Gluggadeginum. (BBC)

Framkvæmdastjóri Napoli, Cristiano Giuntoli, segir að félagið hafi aldrei farið í alvöru viðræður við Machester United um Cristiano Ronaldo (37). (DAZN)

Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern München, segir að Þýskalandsmeistarnir hafi verið að skoða aðra hluti og ekki haft áhuga á Ronaldo. (Sky Sports)

Forráðamenn Arsenal eru svekktir eftir að Aston Villa hafnaði þremur tilboðum, því síðasta upp á 25 milljónir punda, í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (24) á Gluggadeginum. (Sky Sports)

Watford var ákveðið í að selja ekki Joao Pedro (20) og Ismaila Sarr (24) þrátt fyrir mikinn áhuga á leikmönnunum. Aston Villa bauð 25 milljónir punda í Sarr. (Watford Observer)

Ajax hafnaði því að selja mexíkóska miðjumanninn Edson Alvarez (24) til Chelsea því hollenska félagið telur sig hafa misst of marga leikmenn í sumar. (De Telegraaf)

Franski miðjumaðurinn Houssem Aouar (24) verður áfram hjá Lyon þrátt fyrir að hafa náð samkomulagi við Nottingham Forest. (L'Equipe)

AC Milan hafnað 70 milljóna punda tilboði, auk leikmanna í skiptum, frá Chelsea í portúgalska framherjann Rafael Leao (23). (Duncan Castles)

Blackburn Rovers er tilbúið að hlusta á tilboð í Ben Brereton Díaz (23) í janúar eftir að hafa hafnað 12 milljóna punda tilboðum frá Fulham og Everton í Sílemanninn. (Telegraph)

Paris Saint-Germain mistókst að kaupa slóvakíska varnarmanninn Milan Skriniar (27) hjá Inter í sumarglugganum en gætu gert aðra tilraun í janúar. (L'Equipe)

Dynamo Moskva segir að Chelsea hafi ekki getað keypt rússneska miðjumanninn Arsen Zakharyan (19) vegna þeirra refsiaðgerða sem bresk stjórnvöld settu á Rússland. (Mail)

Chelsea vonast til að geta fengið Zakharyan síðar. (90min)

Chelsea reyndi á síðustu stundu að fá miðjumanninn Ibrahim Sangare (24) frá PSV Eindhoven en tilboðinu var hafnað. (Eindhovens Dagblad)

Úlfarnir höfnuðu tilboði frá Leeds í kóreska framherjann Hwang Hee-chan (26). (Athletic)

West Ham ákvað að halda enska varnarmanninum Craig Dawson (32) eftir að félaginu mistókst að fá pólska miðvörðinn Jan Bednarek (26) sem fór á láni frá Southampton til Aston Villa. Dawson virtist á leið til Wolves fyrir 5 milljónir punda. (Mail)

Chelsea mistókst að fá króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (20) sem skrifaði undir framlengingu við RB Leipzig. (Evening Standard)

Spænski sóknarleikmaðurinn Marco Asensio (26) hefur ákveðið að vera hjá Real Madrid þar til samningur hans rennur út næsta sumar. Mörg félög hafa sýnt honum áhuga. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner