Í lok leiks Ægis og Hauka í 2. deild á dögunum skipti Baldvin Már Borgarsson sjálfum sér inn á undir lok leiksins. Baldvin er aðstoðarþjálfari liðsins.
Rætt var um skiptinguna í Ástríðunni.
Rætt var um skiptinguna í Ástríðunni.
„Skipting á 94. mínútu, Baldvin Már Borgarsson inn á fyrir Cristopher Rolin," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum.
„Ha? Baldvin Már Borgarsson? Bíddu afsakið mig," sagði Gylfi Tryggvason og Sverrir sagði betur frá skiptingunni.
Ægir vann leikinn 2-0, Stefan Dabetic kom heimamönnum yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks og á þriðju mínútu uppbótartíma skoraði Dimitrije Cokic annað markið. Í kjölfarið kom Baldvin inn á.
„Þannig var mál með vexti að þeir voru 1-0 yfir, komnar 92 á klukkuna og hann ætlaði að skipta sér inn á til þess að hægja á leiknum, taka skiptingu og eyða smá tíma eins og er gert í öðrum hverjum leik. Svo skora þeir (Ægir), komast í 2-0 og hann ákveður samt að taka skiptinguna. Örugglega orðinn peppaður að detta inn á. Haukarnir gjörsamlega trylltir, þeir voru brjálaðir út í þetta. Þeim þótti þetta vera vanvirðing og niðurlæging," sagði Sverrir.
„Atli Sveinn hefur ekkert komið inn á? Eða Ásgeir Þór Ingólfsson," grínaðist Gylfi en það eru þjálfarar Hauka. „Þeir hefðu báðir átt að negla sér inn á og fara fast í Badda þarna. Atli Sveinn einhver harðasti hafsent sem Ísland hefur séð. Guð minn almáttugur. Hvað finnst þér um þetta?" spurði Gylfi.
„Ég skil pælinguna að hægja á leiknum en það eru fleiri á bekknum. Arilíus og Djordje Panic voru báðir á bekknum," svaraði Sverrir.
„Þeir hljóta að vera báðir í gifsi náttúrulega, það er eina skýringin að þeir séu í gifsi og hafi bara mætt til þess að fylla bekkinn. Baldvin er fjórða skiptingin. Ætli þetta sé ekki það plebbalegasta sem ég hef orðið vitni að í deildarkeppni á Íslandi í langan tíma. Þú ert í 2. deild. Með fullri virðingu fyrir Baldvini Má Borgarssyni, sem er örugglega flottur þjálfari, þá er þetta ekki leikmaður sem á einu sinni að vera á bekk. Arilíus Óskarsson í gifsi er með meiri hreyfigetu inn á vellinum. Ég skil Haukana vel," sagði Gylfi.
„Maður skilur þá alveg en ég veit það að þetta var ekki þannig meint frá Badda Borgars. Góður drengur," sagði Sverrir. „Hann lærir af þessu," sagði Gylfi að lokum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir