Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fös 02. október 2020 19:32
Victor Pálsson
Tryggvi Hrafn líklega á leið til Lilleström
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn öflugi Tryggvi Hrafn Haraldsson er á leið til Lilleström í Noregi. Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, er á meðal þeirra sem greina frá þessu í kvöld.

Tryggvi er 23 ára gamall framherji en hann hefur leikið vel með ÍA í Pepsi-Max deild karla á tímabilinu í sumar.

Leikmaðurinn hefur verið orðaður við önnur félög síðustu vikur en útlit er fyrir að Noregur verði áfangastaðurinn.

Tryggvi hefur áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku en hann samdi við Halmstad í Svíþjóð árið 2017 og skoraði þá þrjú mörk í 27 leikjum áður en hann hélt aftur heim til ÍA.

Tryggvi hefur skorað 12 mörk í 17 deildarleikjum fyrir ÍA á tímabilinu og yrði það mikil blóðtaka fyrir félagið að missa hann áður en tímabilinu lýkur. Líklegt þykir að skiptin eigi sér stað á næstu dögum.

ÍA situr þessa stundina í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig og mætir FH á sunnudaginn í 18. umferð.

Lilleström er í næst efstu deild Noregs og er í fjórða sæti deildarinnar eftir 17 leiki og stefnir á að komast upp á nýjan leik.



Athugasemdir
banner
banner
banner