Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny er formlega genginn í raðir Barcelona.
Hann skrifar undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil.
Hann skrifar undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil.
Þessi 34 ára gamli markvörður var búinn að setja hanskana á hilluna en ákvað að rífa þá aftur af hillunni þegar Barcelona hafði samband.
Hann mun koma til með að berjast um markvarðarstöðuna við Inaki Pena í fjarveru Marc Andre ter Stegen. Þýski markvörðurinn meiddist illa á dögunum og spilar líklega ekkert meira á tímabilinu.
Szczesny spilaði síðast fyrir Juventus en hann var þar aðalmarkvörður lengi. Hann lék einnig fyrir Arsenal og pólska landsliðið áður en hann hætti síðasta sumar.
Barcelona er sem stendur á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir átta leiki.
Athugasemdir