Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 02. nóvember 2019 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Casilla gæti fengið tólf leikja bann
Mynd: Getty Images
Kiko Casilla, markvörður Leeds United, gæti fengið á milli átta og tólf leiki í bann fyrir sitt meinta rasíska athæfi gagnvart Jonathan Leko, framherja Charlton í leik liðanna á dögunum.

Sjá einnig: Markvörður Leeds sakaður um kynþáttafordóma

Atvikið átti sér stað í september og var dómari leiksins látinn vita eftir að leik var lokið. Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka málið og styttist í niðurstöðu.

Sambandið hefur rætt við báða leikmennina og fékk einnig varalesara til að reyna rýna í samskipti þeirra í leiknum.

Ekkert hefur verið staðfest ennþá en líklegt er talið að Casilla muni missa af stærstum hluta þeirra leikja sem Leeds á eftir á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner