Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   lau 02. nóvember 2024 00:01
Elvar Geir Magnússon
Amorim vildi taka við United eftir tímabilið - „Þeir sögðu núna eða aldrei“
Rúben Amorim segist hafa viljað klára þetta tímabil með Sporting Lissabon áður en hann tæki við Manchester United. Hann segist hafa sveiflast til í ákvarðanatökunni.

„Ég spurði United hvort ég gæti tekið við eftir tímabilið. Það var minn vilji. United sagði nei. Það var núna eða aldrei. Ég þurfti að taka ákvörðun," segir Amorim.

Í dag var staðfest að Portúgalinn mun taka við Manchester United þann 11. nóvember. Sporting er með fullt hús í portúgölsku deildinni og vann 5-1 sigur gegn Estrela í kvöld. Á fréttamannafundi eftir leikinn snérist allt um United.

„Manchester var liðið sem ég vildi á eftir Sporting. Á tímapunkti þarf ég að taka skref fram á við. Þetta var erfið ákvörðun. United sagði við mig að ef ég myndi hafna félaginu núna þá fengi ég ekki starfið eftir sex mánuði. Ég vissi að ég myndi yfirgefa Sporting eftir sex mánuði."

„Ég vildi ekki sjá eftir því að hafa ekki tekið þessa ákvörðun. Ég veit að þetta er erfitt fyrir stuðningsmenn Sporting en ég fer ánægðari heim eftir að hafa getað útskýrt þetta. Ég hef gefið allt sem ég á til Sporting. Ég elska félagið, fólkið, starfsliðið... en ég þurfti að taka ákvörðun."

„Átti ég að vera áfram eða fara? Mín ákvörðun var að fara því mér var sagt að það væri nú eða aldrei."

Mun ekki sækja neinn leikmann frá Sporting í janúar
Amorim mun taka fimm aðstoðarmenn sína með sér frá Sporting til United. Vangaveltur hafa verið um það hvort Amorim gæti sótt einhverja leikmenn einnig og þá hefur helst verið talað um sænska sóknarmanninn eftirsótta Victor Gyökeres.

„Gyökeres er með 100 milljóna evra verðmiða og það yrði mjög erfitt. Ég er ekki að fara að sækja neina leikmenn frá Sporting í janúar," segir Amorim.

Amorim á eftir að stýra Sporting í tveimur leikjum til viðbótar áður en hann heldur til Manchester, í Meistaradeildarleik gegn Manchester City og svo gegn Braga í portúgölsku deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner