Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 12:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúben Amorim tekur við Man Utd (Staðfest)
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur staðfest ráðningu Rúben Amorim. Hann tekur við stjórnartaumunum hjá liðinu af Erik ten Hag.

Samningur hans gildir til júní 2027 með ákvæði um að hægt sé að framlengja hann um eitt ár.

Amorim mun hefja störf hjá United þann 11. nóvember næstkomandi.

„Ruben er einn af mest spennandi og mikils metnu ungu þjálfurum í evrópskum fótbolta. Hann hefur náð frábærum árangr bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur meðal annars unnið tvo deildarmeistaratitla með Sporting en fyrri titillinn var sá fyrsti hjá félaginu í 19 ár," segir meðal annars í tilkynningu United.

Ruud van Nistelrooy stýrir United þangað til Amorim mætir til starfa en ekki kemur fram í tilkynningu Man Utd hvort Van Nistelrooy verði áfram í teyminu.


Athugasemdir
banner
banner