Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 01. nóvember 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Amorim gæti reynt að fá Gyökeres næsta sumar
Gyökeres í leik með Sporting.
Gyökeres í leik með Sporting.
Mynd: EPA
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Viktor Gyökeres, 26 ára sænskur sóknarmaður Sporting Lissabon, er einn eftirsóttasti sóknarmaður heims. Portúgalska blaðakonan Mariana Fernandes telur líklegt að Rúben Amorim muni reyna að fá hann til Manchester United næsta sumar.

Búið er að staðfesta að Amorim taki við United og ræddi Fernandes við breska ríkisútvarpið um portúgalska stjórann og hvað hann hefur fram að færa.

„Rúben Amorim er með virkilega sterka hugmynd um hvernig fótboltaliðin hans eiga að vera. Hann veit hvað hann vill og hvernig leikmenn hann vill. Það var ekkert í gangi hjá Sporting þegar hann tók við en hann setti af stað verkefni. Varaliðið spilar núna á sama hátt og aðalliðið," segir Fernandes.

Uppáhalds leikkerfi Amorim hefur verið 3-4-3 kerfi.

„Hápressu sóknarbolti er ein augljósustu einkenni leikstíls Amorim. Þriggja manna varnarlína, með leikmenn alveg úti á vængjunum, sterka miðju og svo þrjá fremstu í sóknarhug. Tveir leikmenn styðja við hápressuna fremst. Sporting er með sókndjarft lið sem vill skora mörk, það er meiri áhersla á að skora en að halda hreinu."

„Hann er ekki með væntingar um eitthvað sem hann getur ekki afrekað. Ef hann er klár í að fara til Manchester United þá telur hann sig vita hvernig eigi að þróa liðið. Hann er með náin tengsli við leikmenn, hann er svona pabbalegur stjóri. Hann gæti reynt að fá Viktor Gyökeres með sér, kannski ekki í janúar en frekar í sumarglugganum næsta."

Amorim hefur sagt að mál sín skýrist í kvöld, eftir leik Sporting gegn Estrela. Beðið er eftir fréttamannafundi hans eftir leikinn með mikilli eftirvæntingu.
Athugasemdir
banner