
Starfið hjá Hansi Flick hjá þýska knattspyrnusambandinu hangir á bláþræði eftir að Þýskaland féll úr leik í riðlakeppninni á HM í Katar.
Flick tók við sem þjálfari þýska landsliðsins í maí í fyrra en lítið hefur gengið hjá þeim þýsku undanfarin ár.
Hann vildi ekkert tjá sig um framtíð sína eftir síðasta leik liðsins á HM í gær.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur verið orðaður við starfið en umboðsmaðurinn hans segir að hann muni vera áfram hjá Liverpool.
„Þetta er bara í fjölmiðlum. Klopp er með samning hjá Liverpool til 2026 og ætlar að klára hann," sagði Marc Kosicke umboðsmaður Klopp í samtali við Sky í Þýskalandi.
Athugasemdir