Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. desember 2023 16:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Expressen.se 
Jóhannes Karl orðaður við Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sænska liðið Norrköping er í þjálfaraleit eftir að Glen Riddersholm var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði.

Íslenskir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið en eins og hefur komið fram hér á Fótbolta.net hefur Arnar Gunnlagusson rætt við félagið.


Sænski miðillinn Expressen greinir frá því að Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari sé einnig á óskalista félagsins.

Expressen greinir frá því að Jóhannes Karl hafi þegar verið í sambandi við félagið. Þrír aðilar eru sagðir vera efstir á óskalista félagsins og munu funda frekar með liðinu í nánustu framtíð.

Þar eru Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson nefndir ásamt Peter Wettergren aðstoðarþjálfara sænska landsliðsins.

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, segir að Norrköping hafi ekki óskað eftir því að fá að ræða við Jóa Kalla.

„Mögulega hefur hann talað við þá, en félagið hefur ekki rætt við okkur. Ég myndi ekki stoppa hann í að fara í viðræður ef sú staða kæmi upp," sagði Jörundur Áki í samtali við Fótbolta.net.

Ekki náðist í Jóa Kalla við vinnslu fréttarinnar


Athugasemdir
banner
banner
banner