Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 03. febrúar 2020 12:31
Magnús Már Einarsson
Thelma Björk hætt í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Björk Einarsdóttir, leikmaður Vals, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Thelma hefur verið mikilvægur hlekkur í Valsliðinu í mörg ár en hún lék fyrst fyrir liðið árið 2006.

Hún hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu og þrisvar bikarmeistari.

„Knattspyrnufélagið Valur þakkar Thelmu Björk fyrir hennar framlag til knattspyrnunnar hjá Val," segir á heimasíðu Vals.

Thelma er 29 ára gömul en hún á tólf leiki að baki með íslenska landsliðinu. Auk þess að eiga langan feril með Val þá spilaði hún á Selfossi árin 2014 og 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner