Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Norwich á leið beint aftur upp
Buendia skoraði sigurmark Norwich.
Buendia skoraði sigurmark Norwich.
Mynd: Getty Images
Úr leik Watford og Swansea fyrr á tímabilinu. Staða Swansea er góð.
Úr leik Watford og Swansea fyrr á tímabilinu. Staða Swansea er góð.
Mynd: Getty Images
Norwich er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.

Norwich er með tíu stiga forskot á toppnum í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, eftir heimasigur í toppbaráttuslag gegn Brentford í kvöld. Emi Buendia skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu.

Brentford er í öðru sæti með 63 stig og Watford er í þriðja sæti, einnig með 63 stig eftir sigur á botnliði Wycombe á heimavelli í kvöld.

Swansea getur aftur á móti farið fram úr bæði Brentford og Watford með því að vinna einn af þeim tveimur leikjum sem þeir eiga til góða. Swansea vann dramatískan sigur á Stoke í kvöld og er í fjórða sæti með 62 stig og tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan.

Reading er í fimmta sæti og Bournemouth er í sjötta sæti eftir útisigur gegn Bristol City. Á hinum enda töflunnar eru Wycombe, Sheffield Wednesday og Rotherham í neðstu þremur sætum deildarinnar. Rotherham hafði betur gegn Wednesday í fallbaráttuslag í kvöld.

Bristol City 1 - 2 Bournemouth
1-0 Tyreeq Bakinson ('38 )
1-1 Junior Stanislas ('45 )
1-2 Cameron Carter-Vickers ('88 )

Norwich 1 - 0 Brentford
1-0 Emiliano Buendia ('26 )

QPR 1 - 3 Barnsley
0-1 Daryl Dike ('23 )
1-1 Charlie Austin ('27 )
1-2 Alex Mowatt ('29 )
1-3 Carlton Morris ('57 )

Sheffield Wed 1 - 2 Rotherham
0-1 Michael Smith ('17 )
0-2 Matthew Olosunde ('82 , sjálfsmark)
0-3 Freddie Ladapo ('90 )
Rautt spjald: Michael Smith, Rotherham ('66)

Watford 2 - 0 Wycombe Wanderers
1-0 Andre Gray ('14 )
2-0 Andre Gray ('57 )

Stoke City 1 - 2 Swansea
1-0 Nick Powell ('7 )
1-1 Connor Roberts ('19 )
1-2 Andre Ayew ('90 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner