Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. apríl 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Neymar sá rautt er Lille lagði PSG - Mónakó skammt undan
Kolbeinn Birgir náði boltanum af Ikone
Kolbeinn Birgir náði boltanum af Ikone
Mynd: Getty Images
Lille setti vægast sagt stein Í PSG í átt að enn einum Frakklands-meistaratitlinum. Lille lagði PSG á Parc de Princes í dag.

Eina mark leiksins skoraði Jonathan David eftir undirbúning nafna síns, Ikone, á 20. mínútu leiksins. Ikone lék með franska liðinu sem lagði það íslenska í Ungverjalandi í vikunni.

PSG hélt boltanum meira, 64% af leiktímanum, en bæði lið áttu þrjár marktilraunir að marki andstæðingsins.

Undir lok leiksins feng þeir Neymar og Tiago Djalo að líta rauða spjaldið, báðir voru þegar komnir með gult spjald fyrr í leiknum og fengu því seinna gula. Upphaflega áttu að vera þrjár mínútur í uppbótartíma en þær urðu ríflega sex vegna spjaldanna. Neymar fékk sitt seinna gula spjald eftir að hann ýtti í leikmann Lille í pirringi.

Fyrr í dag vann Mónakó 4-0 heimasigur gegn Metz eftir að staðan var 0-0 í hálfleik. Lille er á toppi deildarinnar með 66 stig, PSG er með 63 stig og Mónakó er með 62 stig. Öll lið hafa leikið 31 leik og eiga því sjö leiki eftir.

Monaco 4-0 Metz
1-0 Cesc Fabregas, víti ('50)
2-0 Kevin Volland ('52)
3-0 Wissam Ben Yedder ('77)
4-0 Wissam Ben Yedder, víti ('90)

PSG 0-1 Lille
0-1 Jonathan David ('20)
Rautt spjald: Neymar, PSG ('90) og Tiago Djalo, Lille ('90+1)


Athugasemdir
banner
banner
banner