Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. apríl 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlín skoraði gegn liði Guðrúnar - Kristian Nökkvi kom inn á
Hlín skoraði í gær
Hlín skoraði í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir
Guðrún Arnardóttir
Mynd: Johan Sahlén/Djurgarden
Piteå og Djurgarden gerðu 2-2 jafntefli í æfingaleik í gær. Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Djurgarden og Hlín Eiríksdóttir skoraði annað af mörkum Piteå.

Þær eru báðar í landsliðshópnum sem Þorsteinn Halldórsson tilkynnti fyrir rúmri viku síðan fyrir æfingaleiki gegn Ítalíu.

Djurgarden komst yfir undir lok fyrri hálfleiks en Piteå jafnaði á 50. mínútu. Undir lok leiks komst Piteå yfir en Djurgarden jafnaði strax í kjölfarið.

Sænska deildin hefst eftir tvær vikur. Guðrún er að fara inn í sitt 3. tímabili með Djurgarden en Hlín fór frá Val í vetur til Piteå.

Í hollensku B-deildinni kom Kristian Nökkvi Hlynsson inn á sem varamaður í uppbótartíma þegar Jong Ajax gerði 1-1 jafntefli við Breda.

Kristian er sautján ára og var þetta hans þriðji leikur með varaliði Ajax á leiktíðinni. Jong Ajax er í 13. sæti deildarinnar.


Kristian Nökkvi með U17
Athugasemdir
banner
banner
banner