Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 03. apríl 2021 10:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Iheanacho framlengir (Staðfest) - Sá besti í mars
Besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni hefur framlengt samning sinn við Leicester City. Tilkynnt var um það í morgun að Kelechi Iheanacho hefði skrifað undir samning út tímabilið 2023/24.

Iheanacho hefur verið funheitur og skoraði hann fimm mörk í þremur úrvalsdeildarleikjum með Leicester í mars. Þar að auki setti hann tvennu og lagði eitt upp í 3-1 sigri gegn Manchester United í FA bikarnum.

Iheanacho er nígerískur sóknarmaður sem kom til Leicester frá Manchester City.


Athugasemdir
banner