Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. maí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kwame kominn með alla pappíra - Kári gæti spilað gegn ÍA
Kwame með Víkingi í fyrra
Kwame með Víkingi í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í mars
Á landsliðsæfingu í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kwame Quee samdi við Víking Reykjavík í vetur um að leika með liðinu á leiktiðinni. Kwame er frá Sierra Leone og verður 25 ára seinna í ár. Hann var á láni hjá Víkingi frá Breiðabliki í fyrra.

Hann er ekki kominn til landsins en það styttist í að það breytist. Víkingar vinna í því að finna flug fyrir hann til landsins.

„Eins og ég best veit er hann kominn með alla pappíra núna og við erum að koma honum til landsins. Í kjölfarið tekur við sóttkví og í besta falli sé ég að hann geti verið klár gegn Stjörnunni í þriðju umferð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Sénsinn ekki tekinn í gær
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason lék ekki með Víkingi í gær.

„Staðan á Kára er fín. Við þurfum aðeins að bæta í æfingaprógraminu hans til að hann eigi möguleika í að spila gegn ÍA."

„Hann æfði alveg 60-70% síðustu tvær eða þrjár æfingarnar fyrir leikinn í gær en ekki alveg nægilega mikið til að taka sénsinn með þann leik. Við tökum stöðuna þegar líður á vikuna,"
sagði Arnar.

Víkingur mætir ÍA á laugardag og svo Stjörnunni á fimmtudag eftir rúma viku. Víkingur byrjaði mótið á 1-0 sigri gegn Keflavík í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner