Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. júní 2020 10:30
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 9. sæti
ÍBV er spáð fallsæti í sumar.
ÍBV er spáð fallsæti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætir til leiks með mikið breytt lið.
ÍBV mætir til leiks með mikið breytt lið.
Mynd: ÍBV
Margrét Íris Einarsdóttir.
Margrét Íris Einarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 12. júní næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ÍBV
10. Þróttur R.

9. ÍBV

Lokastaða í fyrra: ÍBV endaði í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra, fimm stigum frá falli. Liðið var í fallbaráttu á tímabili en vann tvo af síðustu þremur leikjum sínum.

Þjálfarinn: Andri Ólafsson tók við liði ÍBV af Jóni Óla Daníelssyni síðastliðið haust. Andri var aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV síðari hlutann á síðasta tímabili en hann lék einnig lengi með liðinu.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði ÍBV.

„ÍBV í fallsæti er eiginlega bara óhugsandi sé litið til síðustu ára í efstu deild. Nú hafa þær hinsvegar misst mikið af stelpum sem hafa verið að berjast og hlaupa fyrir félagið sitt í mörg ár. Margir nýir leikmenn, nýr og frekar óreyndur þjálfari og óvissa með getu nýju leikmannanna vekja margar spurningar um tímabilið og leiða þetta stórveldi í íslenska boltanum í fallsæti í spánni þetta árið. Þó eru bæði stelpur þarna, þjálfarar og auðvitað kóngurinn Jón Óli glottandi að lesa þetta og hlakka til að hrekja þessa spá út í hafsauga," sagði Jóhann.

Þeirra að finna eitthvað gott í sokkaskúffunni
„Það sem gæti afsannað spánna er að þær hitti á aðra Cloe í útlendingunum sem þær fá, þær fái annan jaxl eins og Sísí sem leitaði á önnur mið eftir mörg ár sem lykilleikmaður. Einnig að þær nái að gera hinn frábæra Hásteinsvöll að þessu vígi sem hann er svo oft."

„Það verður gaman að sjá hvernig Andri nær að stilla upp liðinu með marga nýja leikmenn og hvort hann fái það besta út úr þeim leikmönnum sem þekkja deildina eins og t.d. Fatma Kara sem kom úr HK/Víkingi."

„Það er alveg óhætt að segja að ÍBV er eitt af stóru spurningamerkjunum í deildinni í ár. Nú er það þeirra að finna eitthvað gott í sokkaskúffunni fyrir „spekingana“."
sagði Jóhann.

Spennandi að fylgjast með: Fatma Kara, Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Grace Elizabeth Haven Hancock.

Komnar
Auður Scheving frá Val á láni
Danielle Tolmais frá Frakklandi
Eliza Spruntule frá Lettlandi
Fatma Kara frá HK/Víkingi
Grace Hancock frá Bandaríkjunum
Hanna Kallmaier frá Þýskalandi
Karlina Miksone frá Lettlandi
Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz frá Breiðabliki á láni
Olga Sevcova frá Lettlandi

Farnar
Caroline Van Slambrouck til Benfica
Clara Sigurðardóttir í Selfoss
Emma Kelly til Birmingham
Kristín Erna Sigurlásdóttir í KR
Sesselja Líf Valgeirsdóttir í Aftureldingu
Sigríður Lára Garðarsdóttir í FH
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir í Stjörnuna

Fyrstu leikir ÍBV
14. júní ÍBV - Þróttur R.
20. júní Þór/KA - ÍBV
24. júní ÍBV - Stjarnan

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner