Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 03. júní 2023 20:51
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Kári safnar rauðum spjöldum - Fjögurra marka jafntefli á Grenivík
KFS vann 1-0 sigur á Kára
KFS vann 1-0 sigur á Kára
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kormákur/Hvöt er með 9 stig
Kormákur/Hvöt er með 9 stig
Mynd: Aðdáendasíða Kormáks
Hallgrímur Þórðarson skoraði sigurmark KFS í 1-0 sigrinum á Kára í 3. deild karla í dag.

Sigurmark Hallgríms kom á 59. mínútu en sextán mínútum síðar var Sigurjón Logi Bergþórsson, leikmaður Kára, rekinn af velli, en þetta er fjórði leikurinn í röð sem leikmaður Kára fær að líta rauða spjaldið.

KFS er í 9. sæti með 6 stig en Kári sæti neðar með 4 stig.

Kormákur/Hvöt vann þá Hvíta riddarann 2-0. Sigurður Bjarni Aadnegard og Ismael Trevor skoruðu mörk heimamanna sem eru með 9 stig í 4. sæti.

Magni og ÍH gerðu 2-2 jafntefli á Grenivík. Kristján Ólafsson kom gestunum yfir á 5. mínútu en Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Atli Hrafnkelsson kom ÍH aftur yfir eftir klukkutímaleik en aftur svaraði Kristinn Þór með jöfnunarmarki á 68. mínútu.

ÍH er áfram á botninum með 3 stig en Magni í 6. sæti með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

KFS 1 - 0 Kári
1-0 Hallgrímur Þórðarson ('59 )
Rautt spjald: Sigurjón Logi Bergþórsson , Kári ('75)

Kormákur/Hvöt 2 - 0 Hvíti riddarinn
1-0 Sigurður Bjarni Aadnegard ('44 )
2-0 Ismael Moussa Yann Trevor ('54 )

Magni 2 - 2 ÍH
0-1 Kristján Ólafsson ('5 )
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('56 , Mark úr víti)
1-2 Atli Hrafnkelsson ('60 )
2-2 Kristinn Þór Rósbergsson ('68 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner