Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 03. júlí 2024 13:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Mál Alberts þingfest í Héraðsdómi
Albert leikur fyrir Genoa á Ítalíu.
Albert leikur fyrir Genoa á Ítalíu.
Mynd: EPA
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot en hann er sakaður um nauðgun. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en fyrirtaka verður í lok ágúst.

Greint er frá því á mbl.is að Albert hafi sjálfur ekki mætt í þingfestinguna en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafi mætt fyrir hans hönd. Vilhjálmur hafi ekki viljað tjá sig við blaðamann á staðnum.

Albert var fyrst kærður í ágúst 2023 en málið þá látið niður falla. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðun­ina úr gildi og lagði fyr­ir embættið að höfða saka­mál á hend­ur Al­berti.

Eva Bryn­dís Helga­dótt­ir, rétt­ar­gæslumaður kon­unn­ar sem kærði Al­bert til lög­reglu, sagði í sam­tali við mbl.is í maí að henni þætti lík­legt að Al­bert yrði sak­felld­ur. Sjálfur hefur Albert haldið fram sakleysi sínu.

Albert er leikmaður Genoa á Ítalíu en stærri félög í Evrópu hafa áhuga á honum eftir góða frammistöðu hans á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner