Heimild: mbl.is
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot en hann er sakaður um nauðgun. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en fyrirtaka verður í lok ágúst.
Greint er frá því á mbl.is að Albert hafi sjálfur ekki mætt í þingfestinguna en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafi mætt fyrir hans hönd. Vilhjálmur hafi ekki viljað tjá sig við blaðamann á staðnum.
Greint er frá því á mbl.is að Albert hafi sjálfur ekki mætt í þingfestinguna en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafi mætt fyrir hans hönd. Vilhjálmur hafi ekki viljað tjá sig við blaðamann á staðnum.
Albert var fyrst kærður í ágúst 2023 en málið þá látið niður falla. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir embættið að höfða sakamál á hendur Alberti.
Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konunnar sem kærði Albert til lögreglu, sagði í samtali við mbl.is í maí að henni þætti líklegt að Albert yrði sakfelldur. Sjálfur hefur Albert haldið fram sakleysi sínu.
Albert er leikmaður Genoa á Ítalíu en stærri félög í Evrópu hafa áhuga á honum eftir góða frammistöðu hans á liðnu tímabili.
Athugasemdir