þri 03. ágúst 2021 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allt klárt svo að Romero geti farið til Tottenham
Romero með leikmann Midtjylland í góðu taki.
Romero með leikmann Midtjylland í góðu taki.
Mynd: EPA
Tottenham er að ganga frá kaupum á argentíska miðverðinum Cristiano Romero.

Hann kemur til félagsins frá Atalanta og borgar Spurs fyrir hann 55 milljónir evra allt í allt.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano er búinn að nota frasann sinn 'here we go' og þá er hægt að bóka það að þessi félagaskipti gangi í gegn.

Romero er 23 ára gamall og á einnig leiki að baki fyrir Genoa í ítalska boltanum. Hann spilaði sína fyrstu landsleiki á þessu ári þegar hann vann Copa America með Argentínu.

Atalanta er búið að finna arftaka Romero. Félagið er að fá tyrkneska varnarmanninn Merih Demiral frá Juventus. Hann kemur á láni fyrst og á Atalanta svo möguleika á að kaupa hann fyrir 30 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner